EPC Örmerki

Yfirlit

EPCglobal Network™ er umgjörð sem gefur kost á beinni, sjálfvirkri auðkenningu og miðlun upplýsinga um vörur í aðfangakeðjunni. Kerfið mun þjóna öllum aðilum bæði  neytendum, framleiðendum og öllum sem koma að aðfangakeðjunni. Með því mun verða hægt að veitt upplýsingar og auðkenna á nákvæman hátt staðsetningu allra hluta í aðfangakeðjunni frá hvaða fyrirtæki sem er, úr hvaða starfsemi sem er og hvar sem er í veröldinni.

Kerfinu er ætlað að skila fyrirtækjum möguleika á að bregðast betur við óskum og þörfum neytandans með bættri framleiðslustýringum og betri stjórnun á dreifingu og lagerhaldi. Þetta mun verða til hagsbóta öllum þeim sem að vörunni koma allt frá þróunaraðilum til neytandans.

Virkni EPCglobal Netwroks

EPCglobal Network nýtir sér Radio Frequency Identification (RFID) eða örmerkja tækni til að  auðvelda aðgengi um vörur aðfangakeðjunni. Kerfið byggir svo á fimm megin atriðum.

  • Electronic Product Code™ - Einkvæmt merki vörunnar.
  • ID Systmes (EPC tags and readers) – Örmerki og lesarar
  • EPC Middleware – EPC miðlunarþjónusta
  • Discovery Services – Uppflettiþjónusta
  • EPC Informations Services (EPCIS) – EPC upplýsingaþjónusta

Electronic Product Code – Einkvæmt merki vörunnar

EPC er auðkennis kerfi sem tryggir alþjóðlega auðkenningu hluta með örmerki eða strikamerki. Staðlaðar upplýsingar merkisins byggja á einkvæmu auðkenni vörunnar auk þess sem mögulegt er að bæta við ýmsum öðrum upplýsingum.

ID System – Örmerki og lesara

Auðkenningin byggir á örmerkjum og örmerkjalesurum. Örmerkin eru litlir tölvukubbar með loftneti. EPC auðkennið er geymt í örmerkinu og það getur komið á framfæri þeim upplýsingum sem þar eru skráð. Merkin eru svo sett á vörur, umbúðir og bretti. Lesara les upplýsingarnar og upplýsingunum er komið áfram til EPC miðlunarþjónustunnar.

EPC Middleware – EPC miðlunarþjónusta

Miðlunarþjónustan býður upp á rauntíma lestur á atburðum og upplýsingum, gefur aðvaranir og heldur utanum grunn samskiptin við EPC Information Services (EPCIS) eða EPC upplýsingaþjónustuna. Unnið er að því að útbúa staðlaðað aðgengi sem hægt verður að byggja inn í kerfi notenda frá öllum aðilum til að koma á framfæri og miðla upplýsingum til EPCIS.

Discovery Services - Uppflettiþjónusta

Býður upp á leið til að finna hvar upplýsingar er að finna um tiltekna vöru og þjónustu byggt á EPC-lyklinum. Object Naming Service (ONS) er hluti af upplýsingamiðlun uppflettiþjónustunnar.

EPC Information Services – EPC upplýsingaþjónusta

Gefur notendum möguleika á að skiptast á EPC tengdum gögnum um vöru og þjónustu frá EPCglobal Network.


Frekar upplýsingar um EPC má sjá hér á sér tenglasíður.