EPC Tenglar

Fjölmörg fyrirtæki og samtök hafa komið að þróun tækni í kringum örmerkingar. Hér fyrir neðan eru tenglar á nokkrar heimasíður sem varpað geta ljósi á hvað er að gerast á þessu sviði. Ekki er um tæmandi lista að ræða og þiggjum við gjarnan ábendingar um aðra tengla sem að gagni geta komið.

EPCglobal er hluti af GS1 sem einbeitir sér þróun EPC örmerkja og "interneti vörunnar". Hér er sérstök heimasíða EPCglobal.

DiscoverRFID er upplýsingasíða sem býður upp á áskrft af því sem er að gerast í RFID heiminum ætlað áhugasömum um málefni tengdum örmerkingum og rafrænum rekjanleika. Hér er tengill á heimasíðu DiscoverRFID.

GCI - Global Commerce Initiative eru samtök 40 af stærstu framleiðendum og smásölukeðjum á dagvörumarkaði. Þau hafa gefið út skýrslur um væntingar til örmerkjatækninnar og hvaða kröfur stöðlun á þessu sviði verður að uppfylla. Smellið hér til að komast á heimasíðu samtakanna.

AIM eru samtök framleiðenda á búnaði til strikamerkinga og tilsvarandi tækni í örmerkingum. Með því að smella hér má komasta á þann hluta heimasíðu AIM sem fjallar um RFID - Radio Frequency Identification.

RFID Journal er veftímarit um örmerkjamál. Með því að smella hér má komast á heimasíðu þeirra.