Þjónusta

Hlutverk GS1 Ísland er að vera leiðandi við að koma á og viðhalda alþjóðlegu kerfi til samskipta í viðskiptum. Þjónustan er fjármögnuð af notendum strikamerkja og fyrirtækjum sem bjóða þjónustu á því sviði. GS1 getur því ekki mælt með einstökum þjónustuaðilum eða tekið að sér verkefni sem er í beinni samkeppni við umbjóðendur sína.

GS1 Ísland býður eingöngu upp á að þjónustuaðilar sem þess óska geta fengið að setja upplýsingar um sig og starfsemi á upplýsingasíðu fyrir þjónustuaðila. Gerð er krafa um að á móti séu upplýsingar um GS1 Ísland komið fyrir á vef þjónustuaðilanna.