UNSPSC vöruflokkunarstaðallinn

UNSPSC vöruflokkunarstaðallinn

Til að öðlast yfirlit í flóknum heimi viðskipta, er flokkun upplýsinga og vara ein af mikilvægustu atriðum sem tekist er á við.

Nýir hlutir eru flokkaðir til samræmis við þekkt hugtök og tegundir og á þann hátt fæst yfirlit sem greiðir bæði aðgang að hlutum og veitir mikilvægt aðgengi að upplýsingum um þá.

Hvað er UNSPSC?

UNSPSC (United Nations Standard Products and Services Code®) er alþjóðlegt  flokkunarkerfi fyrir vörur og þjónustu.

Viðskiptaaðilar aðfangakeðjunnar nota hann til að flokka verslunarvörur til að vera færir um að greina ma. innkaup og kostnað.

UNSPSC var gerður til að þjóna fjórum höfuðmarkmiðum:

Kostnaðargreining innan fyrirtækja, samræmd sýn á kostnað eftir flokkum innan fyrirtækja.

Hagræðing í innkaupaferlum, auðveldari aðgangur að birgjum ákveðinna vörutegunda

Aukin vitund og þekking á vörum, flokkun svipaðra vara og þjónustu undir sama vöruflokk

Hagnýting í rafrænum viðskiptum, greining á innkaupavirkni og innkaupamynstri í tengslum við áætlanagerð.

 

GS1 Ísland hefur staði fyrir þýðingu á 3 efstu stigum staðalsins   UNSPSC á íslensku  Segment - Family- Class
UNSPSC er notaður ma. á rafrænum markaðstorgum, leitarvélum, innkaupakerfum og bókhaldskerfum.

Sjá bækling um UNSPSC