Umsóknir

Skilmálar GS1 á Íslandi

 • Umsækjandi um EAN númer greiðir skráningar- og árgjald samkvæmt gjaldskrá GS1 Ísland. Gjöld þessi skulu greidd áður en númeri er úthlutað og jafngildir greiðsla skráningargjaldsins samþykki þessara skilmála.   Sjá frekar skilmála GS1 Ísland á PDF formi
 • Handhafi strikamerkjanúmers skuldbindur sig til þess að fylgja alþjóðareglum um GS1 auðkenni.
 • Handhafi greiðir árlega árgjöld af númerinu, samkvæmt gjaldskrá GS1 Ísland hverju sinni.
 • Óski handhafi þess að hætta aðild, skal það tilkynnt GS1 Ísland, eigi síðar en 30. september og greiðast árgjöld þá til næstu áramóta þar á eftir. Sérhver notkun á númerinu eftir það er óheimil og ber handhafa númers að bæta það tjón sem slík notkun getur valdið.
 • Handhafa er einum heimil notkun á úthlutuðu GS1 auðkenni þ.m.t. EAN strikamerki. Framsal á úthlutuðu númeri til annars aðila án samþykkis GS1 Ísland er óheimil.
 • Umsækjandi EAN númers hefur kynnt sér og samþykkt ábyrgð sína og áhættu vegna rangrar notkunar númers eða framsetningar strikamerkis og undanskilur því GS1 Ísland allri ábyrgð svo sem fram kemur neðar í þessum skilmálum.
 • Umsækjandi fyrirgerir rétti sínum til notkunar á úthlutuðu EAN númeri við uppsögn og/eða við vanskil árgjalda.
 • Brot á ofangreindum ákvæðum heimilar GS1 að afturkalla úthlutun númers og banna notkun þess.

 

Umsókn til GS1 Ísland um heimild til notkunar GTIN EAN-númera, EAN vörumerkinga, í samræmi við þar tilheyrandi strikamerki, er á ábyrgð og áhættu umsækjanda. GS1 Ísland undanskilur sig allri ábyrgð á villum og vöntunum í sambandi við kerfið og notkun þess, þar undir:

 1. Röng notkun merkja (merki er notað ranglega eða viðkomandi notar merki, sem honum hefur ekki verið úthlutað).
 2. Villur í sambandi við framsetningu og not strikamerkis til dæmis :
  • við tæknilega útfærslu merkis.
  • við stærð merkis.
  • við gerð filmu.
  • við gerð prentbúnaðar (notkun filmu, gerð myndmóta o.s.frv.).
  • við prentun strikamerkja á umbúðir.
  • við notkun rangra umbúða eða rangrar litasamsetningar.
  • við skemmdir á prentuðum strikamerkjum.
  • við lestur strikamerkja með skanna eða lespenna.
  • við flutning merkja frá skanna/endastöð til færslu kaupkvittana eða annarra færslna (birgðaskýrslna o.s.frv.)
 3. Röng skráning og hvers konar villur í íslenskri útgáfu á kerfis- og tæknilegri lýsingu.
  Eina gilda útgáfan er hin enska frumskilgreining "General Specification" gefin út af GS1 Global Office í Brussel.