The Global Language of Business

Algengar spurningar

Hér að neðan finnur þú helstu spurningar og svör varðandi vörur og þjónustu GS1. Það er einnig hægt að nota leitina til að finna ákveðnar spurningar og umfjöllunarefni.

Stikkorð
Adgang til Verdensmarkedet
Fælles Fremtid
Sikkerhed og Systematik
Vejen til Vækst
Effektiv Hverdag
Detail og Foodservice
Transport og Logistik
Heilbrigðisgeirinn
GS1Trade Activate
GS1Trade Transact
GLN
GS1Trade Image
GTIN
GS1Trade Exact
GS1 Gagnalaug

Mig vantar strikamerki, hvernig fer ég að?

Fyrsta skref er að skrá fyrirtæki eða einstakling í viðskipti við GS1 Ísland í gegnum Mitt GS1. Þar velur þú þann fjölda GTIN strikamerki sem þú telur þig þurfa.

Taktu eftir gjaldskrá okkar miðast við veltu fyrirtækja en ekki fjölda valinna GTIN strikamerkjaauðkenna.

Fyrir hvað er ég að borga?

Árgjald er greitt fyrir réttinn að nota þau auðkenni sem þér hefur verið úthlutað hvort sem er til strikamerkinga (GTIN) eða GLN.

GTIN notar þú svo sem auðkenni fyrir allar þínar þvert á öll landamæri, tölvukerfi, vefverslanir og markaðstorg. GTIN getur þú svo líka notað til að strikamerkja vörurnar þínar.

Hvernig bý ég til strikamerkin mín?

Þegar þú hefur valið þér fjölda GTIN auðkenna (10, 100, 1000) þá færðu úthlutað svokallað fyrirtækjaforskeyti (Global Company Prefix), sem auðkennir fyrirtækið þitt einkvæmt um víða veröld.

Út frá því forskeyti getur þú búið til GTIN til strikamerkinga. Strikamerkjatólið á Mitt GS1 vefsæðinu okkar aðstoðar þig með ferlið.

Eru GTIN og strikamerki það sama?

GTIN er númerið undir strikamerkinu og því er er GTIN tæknilega séð strikamerki, heldur einungis hluti þess.

Dags daglega tala margir viðskiptavinir okkar um GTIN þegar þeir eiga við strikamerki. Því sérðu að hér á heimasíðunni gerum við það sama, til að fyrirbyggja misskilning.

Heilbrigðisgeirinn

Spurningar varðandi GTIN

GTIN er strikamerkjaauðkenni og formlegt heiti talnarununnar sem er undir strikamerkinu. GTIN númerið er notað hvort sem er í raunheimum eða í netverslunum.

Númerið er hægt að nota með öðrum miðlunarháttum svo sem RFID og tvívíðum strikamerkjum.

GS1 er með einkaleyfi á úthlutun GTIN strikamerkjaauðkenna. Greiða þarf árgjald fyrir notkun GTIN og áskrift. Hægt er að skrá fyrirtæki í áskrift hér

Eru GTIN og strikamerki það sama?

GTIN er númerið undir strikamerkinu og því er er GTIN tæknilega séð strikamerki, heldur einungis hluti þess.

Dags daglega tala margir viðskiptavinir okkar um GTIN þegar þeir eiga við strikamerki. Því sérðu að hér á heimasíðunni gerum við það sama, til að fyrirbyggja misskilning.

Hversu mörg GTIN þarf ég að nota?

Á "Mitt GS1" vefsvæðinu getur þú valið þann fjölda GTIN sem henta þér. Hversu mörg GTIN þú hefur þörf á veltur á því hversu margar vörur þú þarft að strikamerkja.

Smellið hér til að fara á "Mitt GS1"

Hvenær þarf ég að breyta um GTIN á vöru?

Breyta þarf um GTIN á vöru við ákveðin skilyrði, t.d. þegar stærð, þyngd, innihald eða gæðavottun vörunnar breytist.

Alþjóðasamtök GS1 hafa búið til verkfæri sem hjálpar þér að komast að því hvort breytingar GTIN sé þörf.

Smellið hér til að sjá nánar

Hvað gerir maður við fyrirtækjakaup eða sameiningu?

Til að fyrirbyggja það vandamál að þið notist við strikamerki sem þið eruð ekki í áskrift að, né að þið séuð að nota GTIN-forskeyti frá öðrum fyrirtækjum þarf að hafa eftirfarandi í huga.

Við sameiningu: Tilkynnið handhafabreytingu GTIN-forskeyti yfir á það fyrirtæki sem mun haldaáfram rekstri. Gerið svo með því að senda tölvpóst á info@gs1.is

Kaup af hluta fyrirtækis t.d. kaup af vörumerki: Það GTIN-forskeyti sem er í notkun á viðkomandi vörumerki þarf að handhafabreyta frá seljanda yfir á kaupanda ef það er mögulegt. Sé seljandi að nota hluta af GTIN auðkennum á aðra vöru þarf hann að breyta strikamerkjum á viðkomandi vörum. Takið eftir að aðeins er hægt að handhafabreyta GTIN-forskeyti í held sinni en ekki stökum GTIN númerum.

Sala fyrirtækis í heild sinni: Við sölu fyrirtækis þarf kaupandi að taka yfir GTIN-forskeyti frá seljanda og þar með áskrift hjá GS1 Ísland, eða þá að breyta strikamerkjum á öllum vörum sem seljandi var að nota.

term
GTIN

Spurningar varðandi GLN

Hvað er GLN ?

GLN (Global Location Number) notað til að auðkenna staðsetningar. Staðsetning getur verið sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild fyrirtækis. Staðsetningar geta jafnframt verið lagalegar eða stafrænar.

Á Íslandi er GLN númer helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalinn og er því oft notað í bókhaldskerfum.

GLN númer gekk á árum áður undir heitinu „EAN kennitala“.

Hvernig er GLN uppbyggt?

GLN númer samanstendur af 13 tölustöfum. GLN úthlutuð af GS1 Ísland byrja með tölustöfunum 5699.

Er hægt að nota GLN númer í strikamerki?

GLN auðkenni má alls ekki nota í svokölluðum EAN-13 strikamerki sem eru notuð á stykkjavöru og eru skönnuð við búðarkassa. Til þess þarf að nota GTIN.

GLN auðkenni er hinsvegar hægt að nota í GS1-128 strikamerki sem oftast er notað á vörubretti. GLN númer er þannig hægt að setja í GS1-128 strikamerki til að gefa til kynna staðsetningu framleiðslu. GS1-128 strikamerkið getur fjöldan allan af öðrum upplýsingum svosem framleiðslu- og fyrningardagsetningu, vigt og eða lotunúmer.

Þarf ég GLN númer til að nýta mér aðrar þjónustur GS1?

GLN númer þarf að hafa til að notast við GTIN og GS1 Gagnalaug. Þessum þjónustum fylgir þá GLN númer að kostnaðarlausu.

term
GLN

Spurningar varðandi GS1 Gagnalaug

Hvernig stofna ég vörur í GS1 Gagnalaug?

Við aðstoðum þig hvort sem þú ert byrjandi eða þarft aðstoð sem reyndur notandi. Nýjir viðskiptavinir fá námskeið í GS1 Gagnalaug þar sem farið er yfir helstu aðgerðir og aðstoð við að stofna fyrstu vörur. Eins býður GS1 Gagnalaug upp á mismunandi leiðir til að flytja inn gögn fyrir margar vörur í einu, eins og t.d. úr excel skjali. Sérfræðingar eru svo til aðstoðar ef þörf er á aðstoð við flóknari aðgerðir í GS1 Gagnalaug.

Hverjir hafa aðgang að mínum vörugögnum?

Helstu smásalar Íslands gera kröfu um að stofnvörugögn séu til staðar í GS1 Gagnalaug. Það sama á við um mörg af erlendum markaðstorgum á netinu eins og t.d bol.com.

Er hægt að nota GS1 Gagnalaug í tengslum við aðrar þjónustur GS1 Ísland?

Já. Í raun er það skilyrði að fyrirtæki í GS1 Gagnalaug séu með GLN. Eins þurfa allar vörur í GS1 Gagnalaug að bera GTIN sem auðkenni.

GS1 Gagnalaug
Ingen resultater fundet

Við veitum ráðgjöf

Ef þú vilt vita meira um það hvernig GS1 staðlar og þjónustur geta hjálpað þér og þínu fyrirtæki að skapa verðmæti tökum við fyrirspurnum fagnandi.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is