The Global Language of Business

Tæki og tól

GS1 býður viðskiptavinum sínum ýmis rafræn tól og tæki. Þau má nota til þess að reikna út vartölu, finna upplýsingar um eiganda GTIN eða GLN númers eða gefa upplýsingar um hvort þörf sé á nýju GTIN númeri fyrir ákveðna vöru.

Finndu vartöluna þína

Síðasti tölustafurinn í öllum GS1 númerum er vartala.

Vartalan er reiknuð út frá tölustöfunum sem koma á undan í númerinu. Vartalan þarf að vera rétt svo hægt sé að lesa strikamerkið og nota það í viðskiptum.

Þú getur reiknað út þínar vartölur með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Fara í vartölureikni

Búðu til strikamerki

Strikamerkið er fingrafar vörunnar.

Á Mitt GS1 er hægt að búa til strikamerki fyrir vörur með einföldum hætti.

Fara á Mitt GS1

Leitaðu að GTIN og GLN númerum

Með GEPIR veftólinu er hægt að finna upplýsingar um fyrirtækin á bak við GTIN og GLN númer hvaðanæva að úr heiminum.

Fara á GEPIR

Þarf ég að skipta um GTIN númer?

Ef útlit, umbúðir eða innihaldsefni vöru er breytt gæti þurft að skipta um GTIN númer og strikamerki.

Þetta einfalda veftól hjálpar þér að komast að því hvort varan þurfi nýtt GTIN.

Fara í GTIN veftól

UNSPSC

UNSPSC er flokkunarstaðall í eigu UNDP, sem er rekinn af GS1 US.
GS1 Ísland hefur séð um að þýða hluta af UNSPSC á íslensku.

Ef þú átt í viðskiptum við hið opinbera er UNSPSC skilvirkasta, sveigjanlegasta og víðtækasta flokkunarkerfið sem til er í þeim tilgangi.
Margar opinberar stofnanir óska eftir UNSPSC kóða fyrir vörur sem þær kaupa.

Lestu meira um UNSPSC með að smella hér að neðan.

UNSPSC flokkunarkerfið

Við veitum ráðgjöf

Ef þú vilt vita meira um það hvernig GS1 staðlar og þjónustur geta hjálpað þér og þínu fyrirtæki að skapa verðmæti tökum við fyrirspurnum fagnandi.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is