The Global Language of Business

GLN

Global Location Number

GLN auðkenni er notað til staðsetningar. Staðsetning getur verið sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild fyrirtækis. Staðsetningar geta jafnframt verið lagalegar eða stafrænar.

Á Íslandi er GLN númer helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalinn og er því oft notað í bókhaldskerfum.

GLN númer gekk á árum áður undir heitinu „EAN kennitala“.

Notkunarmöguleikar

Viðskipti fela í sér aðkomu nokkurra fyrirtækja, svo sem birgja, viðskiptavina og dreifingarmiðstöðva. Auk þess geta nokkrar deildir í sama fyrirtækinu komið að málinu. Þess vegna þurfa viðskiptaaðilar að geta greint nákvæmlega staðsetningu vöru, hvort sem hún er stafræn - eða á vörubretti eða í hillu.

Heilbrigðisgeirinn

GLN er notað til rafrænna samskipta eða samvinnu á milli aðila í heilbrigðisgeiranum. Sem dæmi má nefna að flestöll Apótek á Íslandi eru með GLN auðkenni.

Smásalar

GLN getur þú notað til að auðkenna einkvæmt raunverulegar lagalegar eða stafrænar staðsetningar.

Dæmi um slíkar staðsetningar eru kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning eða verslun.

SMT-Tollafgreiðsla

SMT-tollafgreiðsla stendur fyrir rafræna tollafgreiðslu, sem fer fram með skjalasendingum milli tölva, einnig nefnd EDI-tollafgreiðsla (Electronic Data Interchange).

Fyrirtæki sem vilja stunda SMT skeytasendingar við tollayfirvöld þurfa að fá GLN auðkenni.

Sækja um GLN númer

Notaðu Mitt GS1 vefsvæðið til að spara þér tíma.

Sækja um GLN Númer
arrow-right-circle

Gjaldskrá GLN

Gjaldskrá miðast við veltu fyrirtækja án virðisaukaskatts og annarra gjalda. Verð eru birt án virðisaukaskatts.

Sláðu inn kennitölu á
Mitt GS1 til á fá nákvæman útreikning á verði fyrir þitt fyrirtæki.

Lýsing
Stofngjald
Árgjald
Eitt GLN númer
11.000 kr.
9.000 kr.
Ársvelta undir 15 milljónir
18.000 kr.
18.000 kr.
Ársvelta á bilinu 15 - 100 milljónir
33.000 kr.
33.000 kr.
Ársvelta á bilinu 100 -500 milljónir
70.000 kr.
70.000 kr.
Ársvelta á bilinu 500 -1.000 milljónir
105.000 kr.
105.000 kr.
Ársvelta á bilinu 1 - 5 milljarðar
140.000 kr.
140.000 kr.
Ársvelta á bilinu 5 - 10 milljarðar
175.000 kr.
175.000 kr.
Ársvelta á bilinu 10 - 25 milljarðar
230.000 kr.
230.000 kr.
Ársvelta yfir 25 milljarðar
290.000 kr.
290.000 kr.

Algengar spurningar

Þarf ég GLN númer til að nýta mér aðrar þjónustur GS1?

GLN númer þarf að hafa til að notast við GTIN og GS1 Gagnalaug. Þessum þjónustum fylgir þá GLN númer að kostnaðarlausu.

Er hægt að nota GLN auðkenni í strikamerki?

GLN auðkenni má alls ekki nota í svokölluðum EAN-13 strikamerki sem eru notuð á stykkjavöru og eru skönnuð við búðarkassa. Til þess þarf að nota GTIN.

GLN auðkenni er hinsvegar hægt að nota í GS1-128 strikamerki sem oftast er notað á vörubretti. GLN númer er þannig hægt að setja í GS1-128 strikamerki til að gefa til kynna staðsetningu framleiðslu. GS1-128 strikamerkið getur fjöldan allan af öðrum upplýsingum svosem framleiðslu- og fyrningardagsetningu, vigt og eða lotunúmer.

Hvernig er GLN auðkenni uppbyggt?

GLN auðkenni samanstendur af 13 tölustöfum. GLN úthlutuð af GS1 Ísland byrja með tölustöfunum 5699.

Reynslusögur

Við veitum ráðgjöf

Ef þú ert ekki enn með GS1 áskrift, ekki hafa áhyggjur. Það er alltaf hægt að hafa samband við sérfræðinga GS1 sem eru tilbúnir til að leiðbeina þér vel í gegnum ferlið.

Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011

Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is