The Global Language of Business

Strikamerkið er 50 ára gamalt og auðveldar okkur hversdagsleg störf

Í fyrstu var það notað til þess að skanna vörur á afgreiðslukössum matvöruverslanna, sem var algjör bylting fyrir bæði afgreiðslufólk og viðskiptavini. Í gegnum árin hafa strikamerkin og auðkennin á bakvið þau þróast talsvert og eru meðal annars lykilþáttur í að auka öryggi lyfja og matvæla.

Á næstu árum mun gamla góða strikamerkið hinsvegar víkja fyrir tvívíðum strikamerkjum eða snjallmerkjum til að styðja betur við hringrásarhagkerfið og aukna sjálfbærni vara og fyrirtækja.

Rekjanleiki skapar trúverðugleika

5.000.000.000... er um það bil daglegur fjöldi þeirra skipta sem heyra má píp skannans að lesa strikamerki sem gefur hefur verið út af GS1. GS1 er mest notaða kerfi heims fyrir stöðlun aðfangakeðjunnar í smásölu.

Hvað er GS1?

GS1 Íslandi er leiðandi við að koma á og viðhalda alþjóðlegu kerfi til samskipta í viðskiptum og til að auðkenna vörur, þjónustu og staðsetningar. Þjónustur GS1 nýtast notendum sjálfum, samstarfsaðilum þeirra og neytendum við að auka skilvirkni í vörustjórnun.

GS1 Íslandi er hluti alþjóðlegu samtakanna GS1 Global og er starfsemin í samræmi við reglur þeirra. Höfuðstöðvar GS1 Global eru í Brussel. Samtökin eru rekin án hagnaðarkröfu.

Eftirtalin samtök eru eigendur GS1 Ísland:

  • SI – Samtök iðnaðarins
  • SÍS – Samband íslenskra samvinnufélaga
  • FA – Félag Atvinnurekenda
  • SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
  • VÍ – Viðskiptaráð Íslands

Hvað eru GS1-staðlar?

GS1 staðlar er alheimstungumál fyrir auðkenni, merkingu og dreifingu öruggra stafrænna upplýsinga.

Þjónusta GS1 getur verið að tryggja rekjanleika alls kyns vara - allt frá mjólkurlítra, lyfjaglasi, gámi eða sjúkrahússængur til ákveðinnar staðsetningar eins og verksmiðju, vöruhúss, búðar eða veitingastaðar.

Fræðast meira um GS1 staðla

Lagaleg skjöl

Hér er að finna ýmis lagaleg skjöl, eins og til dæmis skilmála, persónuverndarþjónustu og samþykktir GS1 Ísland.

Skoða lagaleg skjöl