Um GS1

Hlutverk GS1 Ísland er að vera leiðandi við að koma á og viðhalda alþjóðlegu kerfi til samskipta í viðskiptum og til að auðkenna vörur, þjónustu og staðsetningar. Kerfið skal nýtast sem flestum atvinnugreinum og grundvallast á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum.

Markmiðið er að kerfið nýtist notendum, samstarfsaðilum og neytendum við að auka skilvirkni í vörustjórnun.

GS1 Ísland vinnur í samræmi við reglur alþjóðasamtaka GS1 í Brussel (GS1 Global) sem varð til við sameiningu EAN International og UCC.

Samtökin eru aðili að GS1 Global og koma fram fyrir Íslands hönd gagnvart þeim. Eitt af því sem GS1 Ísland fæst við er að úthluta númerum til íslenskra notenda og viðhalda númerabanka í þeim tilgangi.

Starfsemin er fjármögnuð af gjöldum sem íslenskir notendur númerakerfisins greiða. Með notendum er átt við sérhvert fyrirtæki, stofnun, félag eða einstakling, sem fær úthlutað númeri (númerum) til starfsemi sinnar frá GS1 Ísland. Hrökkvi tekjur ekki til að standa straum af kostnaði, deilast eftirstöðvarnar niður á aðila samtakanna að jöfnu.

Eftirtalin samtök eiga aðild að GS1 Ísland

  • SI – Samtök iðnaðarins
  • SÍS – Samband íslenskra samvinnufélaga
  • FA – Félag Atvinnurekenda
  • SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
  • VÍ – Viðskiptaráð Íslands