The Global Language of Business
fréttir

GS1 Nordic Summit - norræn ráðstefna um framtíð viðskipta og staðla

18.12.2025
|
Verslanir og veitingaþjónusta
GS1 Gagnalaug

GS1 Ísland heldur GS1 Nordic Summit í samvinnu við GS1 í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, norræna ráðstefnu sem sameinar fyrirtæki og stofnanir úr ólíkum atvinnugreinum til að ræða þróun í alþjóðaviðskiptum, stafræna umbreytingu og notkun staðla. Ráðstefnan fer fram dagana 7.–8. maí 2026 í Osló í Noregi.

Um er að ræða tveggja daga ráðstefnu þar sem fjallað verður um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta nýtt GS1 staðla, gögn og tækni til að bæta rekjanleika, auka skilvirkni og styðja við örugg og samhæfð viðskipti yfir landamæri. Áhersla er lögð á hagnýta nálgun og raunverulegar áskoranir sem fyrirtæki glíma við í dag, ásamt umræðu um hvernig megi bregðast við þeim.

Sérstök áhersla verður lögð á málefni sem tengjast dagvöru, varanlegum neysluvörum og byggingariðnaði, þar sem kröfur um áreiðanleg gögn, rekjanleika og skilvirkt samstarf í aðfangakeðjum fara sífellt vaxandi.

Á dagskrá eru meðal annars umfjallanir um vörugögn, stafrænar lausnir, sjálfbærni, regluverk og gagnamiðlun í aðfangakeðjum. Ráðstefnan endurspeglar þá þróun að samræmd notkun gagna og staðla er orðin lykilforsenda fyrir traust og gagnsæi í alþjóðlegum viðskiptum — ekki síst fyrir fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum.

Er GS1 Nordic Summit fyrir þig?

Ráðstefnan hentar sérstaklega vel fyrir:

  • Fyrirtæki sem starfa í framleiðslu, dreifingu, smásölu eða þjónustu
  • Stjórnendur og sérfræðinga sem vinna með stafræna umbreytingu, upplýsingatækni og gæðastjórnun
  • Aðila sem bera ábyrgð á vörugögnum, rekjanleika og samræmi við reglur
  • Fyrirtæki og stofnanir sem vilja fylgjast með þróun staðla og nýtingu gagna í norrænu og alþjóðlegu samhengi

GS1 Nordic Summit er gott tækifæri til að dýpka þekkingu, skiptast á reynslu og fá betri innsýn í hvernig staðlar og gögn styðja við nútíma viðskipti.

Frekari upplýsingar og skráning má finna á heimasíðu ráðstefnunnar: www.gs1nordicsummit.com

GS1 þjónustur í fréttinni
No items found.

GS1Trade Image

GS1Trade Image sørger for billeder til dine produkter i den højeste kvalitet. Det er billigt og nemt. Herunder finder du alle de informationer, du skal bruge for at komme i gang med GS1Trade Image.

GS1 Gagnalaug

GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.

GS1 Gagnalaugin er gagnragrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila vöruupplýsingum sín á milli.

GS1Trade Sync

Ved at lægge produktstamdata og -fotos i GS1Trade Sync, som er en del af det globale GDSN-netværk, skaber du en effektiv hverdag og gør data nemt tilgængelig for jeres handelspartnere, når de har brug for det.

No items found.

GS1Trade Exact

Få kvalitetstjekket dit fysiske produkt op mod de stamdata, du har angivet i GS1Trade Sync. Alle godkendte produkter får et kvalitetsstempel i GS1Trade Sync, som jeres kunder kan se.

Tvívíð strikamerki

2D kóðar eru tvívíð tákn á umbúðum í formi QR-kóða, GS1 QR og GS1 Data Matrix. Kóðarnir innihalda mikið magn upplýsinga um vörur sem eru skannaðar í verslunum.

Tvívíðir kóðar gera kleift að skanna bæði hefðbundið við kassann og með farsíma neytandans. Sem upplýsingaberar bjóða kóðarnir upp á skilvirka samskipti í gegnum allt flæði vörunnar og beint til endanotandans – og mikið, mikið meira.

GS1Trade Transact

GS1Trade Transact er din brugervenlige EDI-løsning, som systematik og effektivt varetager digital modtagelse af ordrer og afsendelse af dokumenter til dine kunder.

GTIN

GTIN Stendur fyrir "Global Trade Item Number" og er sú talnaruna sem sést undir strikamerkinu.

GTIN er hluti af alþjóðlegum GS1 staðli og gerir að hægt sá að auðkenna vörur hvort sem er stafrænar eða raunverulegar. Þannig virkar strikamerkið út um allan heim - í gegnum alla aðfangakeðjuna.

GTIN

På denne side finder du information om, hvordan et GTIN-nummer bruges. Et GTIN-nummer er et globalt, unikt, varenummer, som bruges til at identificere, hvilken vare der er tale om.

GLN

GLN auðkenni (EAN kennitala) er notað til að auðkenna lagalegar, stafrænar eða raunverulegar staðsetningar. GLN auðkenni gekk á árum áður undir heitinu "EAN kennitala". Staðsetningin getur verð sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild.

Á Íslandi er GLN helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalin og er því oft notað í bókhaldskerfum.

GLN

På denne side finder du information om, hvordan et GLN-nummer bruges. Et GLN-nummer er et globalt, unikt, varenummer, som bruges til at identificere, hvilken vare der er tale om.

Nýjustu fréttirnar