The Global Language of Business

Velkomin á þitt GS1

Hérna færðu allskonar yfirlit

Hvað er GS1?

GS1 Íslandi er leiðandi við að koma á og viðhalda alþjóðlegu kerfi til samskipta í viðskiptum og til að auðkenna vörur, þjónustu og staðsetningar. Þjónustur GS1 nýtast notendum sjálfum, samstarfsaðilum þeirra og neytendum við að auka skilvirkni í vörustjórnun.

GS1 Íslandi er hluti alþjóðlegu samtakanna GS1 Global og er starfsemin í samræmi við reglur þeirra. Höfuðstöðvar GS1 Global eru í Brussel. Samtökin eru rekin án hagnaðarkröfu.

Eftirtalin samtök eru eigendur GS1 Ísland:

  • SI – Samtök iðnaðarins
  • SÍS – Samband íslenskra samvinnufélaga
  • FA – Félag Atvinnurekenda
  • SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu
  • VÍ – Viðskiptaráð Íslands