Markaðstorg á netinu vaxa sem aldrei fyrr – taktu þátt!
Markaðstorg á netinu vaxa sem aldrei fyrr – taktu þátt!
Markaðstorg á netinu vaxa sem aldrei fyrr – taktu þátt!
7.9.21
  |  
Signe Poulsen
|
3
 min
No items found.

Heimsfaraldurinn hafði í för með sér sprengingu í netverslun.

Það þarf ekki að vera erfitt að markaðssetja vörur á stafrænum markaði, en öllu máli skiptir að lögð sé áhersla á rétta merkingu á vörum - og ekki síður notendaupplifunina.

Þrýstingur á betri notendaupplifun

Markaðirnir vilja stöðugt bæta notendaupplifunina fyrir neytendur sem aftur búast við að geta auðveldlega fundið og borið saman vörur þegar þeir versla á netinu. Með GTIN merkingu, vörunúmerið sem er neðst í strikamerkinu, verður byrjunin léttari.

Það sem mestu skiptir er að einstakt GTIN-auðkenni gerir bæði verslunum og viðskiptavinum kleift að finna nákvæmlega vöruna sem þeir eru að leita að. Með öðrum orðum, það er auðvelt að greina á milli mismunandi afbrigða af vöru, svo sem 2200 Watta hárþurrku frá 1800 Watta, eða skyrtu í stærð 42 í svörtu eða dökkbláu.

Betri leitarniðurstöður með GTIN

Almennt umbuna markaðstorg söluaðilum sem nota GTIN með skýrari framsetningu í vörulistum og betri staðsetningu í leitarniðurstöðum og sumir, svo sem Amazon, hafa beinlínis kröfu um að nota GS1 strikamerki.

Á leitarvélum eins og Google og Bing eykst sýnileikinn sjálfkrafa ef þú notar GTIN við framsetningu vöru þinnar. Google gefur til kynna að viðskiptahlutfall kaupmanna sem hafa bætt réttum GTIN við vörugögn sín eykst verulega.

Leitarvélar á borð við Google auka sjálfkrafa sýnileika á vörunum þínum ef þú notar GS1 GTIN.

Þannig er áhættusamt að skreyta sig með „lánuðum fjöðrum“ við framsetningu vara sinna, með notkun vörunúmera annarra. Þetta veldur misskilningi og kemur röngum upplýsingum til viðskiptavininarins - og hugsanlega fer salan niður á við.

Eineggja stafrænir tvíburar

Hugtakið „stafrænn tvíburi“ er meðal annars notað af fyrirtækinu IBM í samhengi við internet hlutanna til að lýsa sýndarframsetningu á einhverju efnislegu, allt frá flugvélahreyfli til byggingar.

Í samhengi netverslunar verður neytandinn að geta fundið eins stafræna útgáfu af efnislegri vöru. Þetta er gríðarlega mikilvægt vegna þess að í netverslun getur neytandinn ekki merkt vöruna eða lesið á umbúðirnar. Rangar eða ónógar upplýsingar í vefverslun geta auðveldlega aftrað neytandanum frá því að kaupa - eða leitt til kaupa sem gerð eru í blindni og þannig hugsanlega neytt kaupandann til að endursenda vöruna með þeim leiðindum sem af því hljótast.

Ef þú selur vörur þínar í gegnum eigin vefverslun er auðveldara að skapa stafræna tvíburann með myndum, stærð, innihaldi, lit, innihaldsefnum og kröfum. Ef þú notar hins vegar aðra sem söluaðila, svo sem markaðstorg á netinu, er verkefnið flóknara. Hér ertu háður „sköpun“ einhvers annars á stafræna tvíburanum. Ef þessir söluaðilar hafa ekki fengið aðalgögn í gegnum GTIN, geta tvíburarnir skyndilega virst algjörlega óskyldir.

Stafrænn tvíburi er eins nákvæmt líkan af efnislegri vöru og hægt er að gera með stafrænum hætti. Þannig virkar GTIN  sem ábyrgðarmaður vörugagna þinna.

Er vefverslun framtíðarinnar þín eigin vefverslun?

En tilheyrir framtíðin sjálfstæðum vefverslunum eða markaðstorgum? Sænsk markaðshlutdeild Amazon árið 2020 var áætluð 3%. Fyrirtækið hefur fengið tíu milljónir gesta í hverjum einasta mánuði og hefur gert 150 milljónir vara aðgengilegar frá fyrsta degi.  

Í nýrri skýrslu frá Epinion kemur fram að einn af hverjum fjórum sænskum neytendum búist við því að leita að Amazon.se næst þegar þeir þurfa að versla á netinu. Og helmingur þeirra sem hafa keypt eitthvað á Amazon hafa gert það á Amazon.se.

Hvort sem vörur þínar enda á markaðstorgum eða ekki, þá er mikilvægt hvernig þú hjálpar viðskiptavinum þínum, í B2B sölu, að miðla sem best réttum upplýsingum til neytenda. Og hér eru stöðluð skipti á aðalgögnum, byggð á einstakri auðkenningu á vörunum, nauðsynlegur upphafspunktur.

GS1 þjónustur í þessari grein
No items found.

GS1 Gagnalaug

GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.

GS1 Gagnalaugin er gagnragrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum. GS1 Gagnalaug tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar þínir viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt.

Kerfið byggir á alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum.

No items found.
No items found.

GTIN

GTIN Stendur fyrir "Global Trade Item Number" og er sú talnaruna sem sést undir strikamerkinu.

GTIN er hluti af alþjóðlegum GS1 staðli og gerir að hægt sá að auðkenna vörur hvort sem er stafrænar eða raunverulegar. Þannig virkar strikamerkið út um allan heim - í gegnum alla aðfangakeðjuna.

GLN

GLN auðkenni (EAN kennitala) er notað til að auðkenna lagalegar, stafrænar eða raunverulegar staðsetningar. GLN auðkenni gekk á árum áður undir heitinu "EAN kennitala". Staðsetningin getur verð sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild.

Á Íslandi er GLN helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalin og er því oft notað í bókhaldskerfum.

Fleiri sögur