Góð vopn í baráttunni við matarsóun
Góð vopn í baráttunni við matarsóun
Góð vopn í baráttunni við matarsóun
7.9.21
  |  
Poul Breil-Hansen
|
4
 min
No items found.

Á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að draga úr matarsóun.

Í Danmörku hefur sóun dregist saman um átta prósent á mann síðustu ár. Matarsóun venjulegrar danskrar fjölskyldu er samt sem áður óbreytt. Talið er að greindar kælilausnir, auk tvívíðs strikamerkis, geti breytt því.

En hvernig getur strikamerki breytt venjum, hegðun og matarsóun á venjulegum dönskum heimilum? Strikamerkið getur ekki gert mikið eitt og sér en það er áhrifaríkt tæki sem, ásamt aukinni athygli og breytingum á hegðun, getur skipt miklu máli í daglegu lífi margra fjölskyldna, þar sem alls 260.000 kílóum af mat er hent á ári.

„Strikamerkið hefur verið við lýði í mörg ár og er skilvirkt tæki til að safna gögnum á fljótlegan og auðveldan hátt. Tvívíða strikamerkið getur til dæmis verið svokallaður GS1 Datamatrix kóði og það hefur tvo meginkosti: Það er hægt að lesa það með venjulegum forritum og snjallsímum og það getur geymt mun meiri upplýsingar en klassískt strikamerki,“ segir Mads Kibsgaard, framkvæmdastjóri Staðla og Samskipta hjá GS1 í Danmörku.

Hann segir UMAGE - verkefnið, sem unnið hafi verið árið 2020, hafa haft þann tilgang að nýta þessa tvo kosti til að draga úr matarsóun. GS1 var einn af þátttakendunum í verkefninu, auk 47 háskólanema og kennara þeirra.

Þáverandi matvælaráðherra Danmerkur, Mogens Jensen, kynnti sér verkefnið og heimsótti aðalstöðvar þess árið 2020 og sagði við það tækifæri: „Það þarf að draga úr matarsóun í Danmörku. Þegar við eyðum fjármunum í mat sem endar í ruslinu setjum við óþarfa álag á umhverfið og náttúruna. Þess vegna er mjög mikilvægt að atvinnugreinin takist nú af alvöru á við þetta málefni. Við hendum meira en 700.000 tonnum af mat bara í þessu landi og næstum helmingur þeirra kemur frá einkaheimilum.“

Tæknin er til staðar

Rannsóknir sýna að orsakir matarsóunar á heimilum séu lélegar áætlanagerðir um kaup og þörf á yfirliti yfir matinn sem er settur í kæli og geymsluþol þeirra. En það er til lausn á þessu.

Framleiðandinn Samsung vinnur nú þegar að snjöllum ísskápum sem í gegnum app gera neytendum kleift að sjá hvaða vörur þeir eiga í ísskápnum og hvernig hægt er að sameina þær í uppskrift. Í framtíðinni munu einstaklingar skanna tvívítt strikamerktar vörur í sama forriti og geta þannig notað vörurnar sem eru við það að renna út.

„Við teljum að hugmyndir og nýsköpun kvikni með því að hlusta á neytendur. Þess vegna framleiðum við hjá Samsung alltaf vörur okkar með neytandann í huga,“ segir í tilkynningu frá Samsung. Einnig kemur fram sú sýn þeirra að snjalltækni muni gegna stærra hlutverki á heimilum okkar í framtíðinni.

Mads Kibsgaard gladdist yfir þessari yfirlýsingu Samsung og lýsti yfir ánægju með að nú séu snjallir ísskápar, sem geta unnið með strikamerki framtíðarinnar, í sókn á markaðnum. „Það er áhugavert og upplífgandi að sjá að helstu framleiðendur eldhústækja eru einnig að sjá sömu þróun og við; að neytendur muni í auknum mæli leita stafrænna hjálpartækja til að fylgjast með heimilum sínum sem smám saman verða snjallari. Nú þurfum við bara að finna síðustu púslin svo að púsluspilið gangi upp!“

Merkið sýnir gildistíma

Mads og GS1 vinna með vísindamönnum hjá háskólunum DTU og CBS sem og fyrirtækjum í matvælaiðnaði til að auka notkun á tvívíðum strikamerkjum á matvælum sem keypt eru í verslunum.

„Ef varan var búin tvívíðu strikamerki frá upphafi, þá verður svo miklu auðveldara fyrir neytendur að fylgjast með innihaldi snjalla ísskápsins svo þeir geti losnað við matinn áður en hann verður of gamall,“ segir hann. „Ef neytendur framtíðarinnar eru meðvitaðir um verðmæti þess að geta stjórnað dagsetningum geymsluþols með strikamerkjum gæti það skapað eftirspurn neytenda gagnvart matvöruverslunum og fyrirtækjum. Ég veit að fjöldi matvæla- og umbúðaframleiðenda hefur nú þegar mikinn áhuga. Það sama á við um samfélagsábyrgðardeildir smásölukeðjanna, sem auðvitað vilja líka mjög gjarnan vinna að minni matarsóun.“

Hið hefðbundna strikamerki hefur verið notað í mörg ár og er ótrúlega skilvirk tækni til þess að safna gögnum hratt og auðveldlega. Tvívíða strikamerkið er næsta skref í þróun þess. Það hefur þá kosti umfram hið hefðbundna merki að það er hægt að lesa það af venjulegum snjallsímum og það getur geymt mun meiri upplýsingar. Tvívíðu strikamkerin eru nú þegar ríkjandi í heilbrigðisgeiranum á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum.

Snjall ísskápur

Snjall ísskápur Samsung kallast Family Hub. Hann er búinn myndavél í skápnum, þannig að hægt er að athuga hvaða matvæli eru til þegar neytendur eru staddir í búðinni. Þannig getur fjölskyldan betur fylgst með kaupunum og getur í meira mæli forðast að kaupa of mikið og þannig dregið úr árlegri matarsóun.

GS1 þjónustur í þessari grein
No items found.

GS1 Gagnalaug

GS1 Gagnalaug er kerfi sem eykur skilvirkni og gæði gagna í þínum rekstri.

GS1 Gagnalaugin er gagnragrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum. GS1 Gagnalaug tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar þínir viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt.

Kerfið byggir á alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum.

No items found.
No items found.

GTIN

GTIN Stendur fyrir "Global Trade Item Number" og er sú talnaruna sem sést undir strikamerkinu.

GTIN er hluti af alþjóðlegum GS1 staðli og gerir að hægt sá að auðkenna vörur hvort sem er stafrænar eða raunverulegar. Þannig virkar strikamerkið út um allan heim - í gegnum alla aðfangakeðjuna.

GLN

GLN auðkenni (EAN kennitala) er notað til að auðkenna lagalegar, stafrænar eða raunverulegar staðsetningar. GLN auðkenni gekk á árum áður undir heitinu "EAN kennitala". Staðsetningin getur verð sendandi, móttakandi, kaupandi, söluaðili, framleiðandi, greiðslustaðsetning, verslun eða innri deild.

Á Íslandi er GLN helst notað í tengslum við EDI samskiptastaðalin og er því oft notað í bókhaldskerfum.

Fleiri sögur