The Global Language of Business

Notendahópur GS1 Gagnalaugar

Tilgangur og markmið

Notendahópur GS1 Gagnalaugar samanstendur af starfsmönnum fyrirtækja sem nota GS1 Gagnalaug til að miðla og sækja upplýsingar sín á milli. Umsjón hópsins er í höndum starfsmanna GS1 Ísland.

Tilgangur hópsins er að útbúa og viðhalda gagnamódeli (e. data model) fyrir íslenska markaðssvæðið innan GDSN gagnalaugarnetsins. Innan hópsins eiga sér stað umræður og ákvarðanatökur um hvaða vöruupplýsingum skal miðlað í GS1 Gagnalaug og á hvaða formi.

Notendahópurinn skal taka mið af gildandi lögum og reglugerðum innan Evrópu og Íslands þegar kemur að mótun og breytingum á gagnamódelinu.

Allir notendur í GS1 Gagnalaug eru velkomnir að taka þátt í Notendahópnum, en fyrir hvert fyrirtæki sem á fulltrúa í hópnum er krafa á að a.m.k. einn notandi á þeirra vegum hafi umboð fyrirtækisins að taka ákvarðanir og samþykkja breytingar á gagnamódeli og notkun GS1 Gagnalaugar fyrir hönd fyrirtækisins.

Skráðu þig í hópinn hér að neðan og taktu þátt.

Skráðu þig í Notendahóp GS1 Gagnalaugar