GS1 Gagnalaug er gagnagrunnur sem nú telur yfir 5.000 vörur þar sem framleiðendur og innflutningsaðilar deila upplýsingum til sinna viðskiptavina. GS1 Gagnalaug tryggir aðgengi að öllum gögnum á einum stað þegar þínir viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Þannig sparast tími sem áður fór í að senda frumvörugögn og myndir af vörum handvirkt.
GS1 Gagnalaug er byggð upp á alþjóðlegum stöðlum og er hluti af alþjóðlegu neti gagnalauga sem ber heitið GDSN (e. Global Data Synchronization Network). Þessi tenging gerir notendum GS1 Gagnalaugar kleift að nálgast vöruupplýsingar frá erlendum birgjum og senda vöruupplýsingar til annarra landa í gegnum kerfið.
Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar keypt er GS1 Gagnalaug áskrift.
Þess vegna höfum við tekið saman það mikilvægasta fyrir þig hér:
Fyrirtæki eru auðkennd með GLN númeri í GS1 Gagnalaug. Ef fyrirtækið þitt er með fleiri en eitt GLN skráð hjá GS1 Ísland verður notast við GLN númer höfuðstöðva fyrirtækisins nema óskað sé eftir öðru.Ef fyrirtækið er ekki með GLN bætist við stofnkostnaður og árgjald vegna GLN númers í verð hér að neðan. Ath. að gefinn verður út sérreikningur vegna GLN númers.
Gjaldskráin fyrir GS1 Gagnalaug áskriftir hjá GS1 Ísland byggir á veltu fyrirtækisins. Þannig greiða minni fyrirtæki lægri gjöld og stærri fyrirtæki hærri gjöld, í samræmi við umfang rekstrar.
Einstaklingar falla sjálfkrafa í lægsta veltuflokk.
GTIN eru seld í árlegri áskrift sem endurnýjast sjálfkrafa og er innheimt í janúar. Það þýðir að þú getur notað GS1 Gagnalaug ár eftir ár.
Ef þú hefur spurningar varðandi kaup á GS1 Gagnalaug áskrift, hafðu þá endlega samband við okkur.
Síminn er opinn alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.
511 3011
Eins getur þú sent okkur línu á info@gs1.is
Já. GS1 Ísland er skilgreint sem „issuing agency“ af bandarískum yfirvöldum fyrir lækningatæki og hefur því verið gert að tilkynna hvaða (af öllum) viðskiptavinum okkar nota GTIN áskrift sína sérstaklega til UDI fyrir lækningatæki sem seld eru til Bandaríkjanna.
Allir okkar viðskiptavinir - Jafnvel þó þeir framleiða ekki lækningatæki
Það er mikilvægt að þú svarir „já“ eða „nei“ við því hvort GS1 Ísland aðild ykkar sé notuð til UDI fyrir lækningatæki sem seld eru til Bandaríkjanna eða ekki.
Þá er mikilvægt að þú fáir það staðfest hjá dreifingaraðila þínum hvort vörurnar séu seldar til Bandaríkjanna sem lækningatæki, svo þú getir svarað spurningunni.
Þú þarft aðeins að svara já ef þú selur lækningatæki í Bandaríkjunum. Ef þú selur eingöngu lækningatæki utan Bandaríkjanna, áttu að svara nei.
Ef þú svarar nei við því að GS1 Ísland aðild ykkar sé notuð til UDI fyrir lækningatæki, mun fyrirtækið ykkar ekki birtast í árlegri skýrslu GS1 til FDA í Bandaríkjunum. Ekkert annað gerist.
Ef þú svarar „já“ verður þú beðin(n) um að gefa upp tengilið, þar á meðal netfang. Þessar upplýsingar verða varðveittar af GS1 Ísland og sendar til FDA ef þeir óska eftir því.
GS1 hefur enga stjórn á því hvaða afleiðingar það gæti haft (t.d. kostnaður, stjórnsýsluleg verkefni, fyrirspurnir frá FDA US) ef fyrirtækið ykkar ætti að vera á þessum lista en þið hafið svarað „nei“, eða ef fyrirtækið ykkar ætti ekki að vera á listanum en þið hafið svarað „já“.
Sendið okkur línu á info@gs1.is og við lagfærum skráningu ykkar.
Við höfum uppfært skilmála okkar þannig að viðskiptavinir eru skuldbundnir til að halda GS1 Ísland upplýstu ef svarið breytist.
Matvörur sem eru framleiddar og seldar eftir breytilegri vigt skal merkja með EAN-13 strikamerki fyrir vigtarvörur. Í því strikamerki koma fram upplýsingar um þyngd vörunnar sem er grunnur fyrir söluverði hennar út frá verði fyrir hverja þyngdareiningu.

Dæmi um slíkar vörur eru fiskur, ostar og kjötvörur í dýrari kantinum. Hvar það skiptir miklu máli hvort þú kaupir 1,2 eða 1,3 kíló.
Ef þú veist ekki hvort þú þurfir á vigtarvörunúmeri að halda er ólíklegt að svo sé. Komi í ljós síðar að þú þurfir á slík að halda er minnsta mál fyrir okkur að bæta því við. Þú þarft ekki endilega að taka ákvörðun ákkúrat núna.