The Global Language of Business
Leiðbeiningar fyrir staðsetningu EAN strikamerkja

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig er best að setja EAN strikamerki á vörurnar þínar svo hægt sé að skanna þær vandræðalaust í verslunum. Þú þarft að huga að litasamsetningu, stærð og staðsetningu strikamerkisins.

EAN-13 og EAN-8 strikamerki innihalda GTIN (EAN-vörunúmer)

Strikamerki eru búin til í sérstökum forritum. Á mitt GS1 finnur þú notendavæna netþjónustu þar sem þú getur með einföldum hætti búið til strikamerki fyrir vörurnar þínar. Strikamerkið er ýmist hægt að prenta beint á umbúðirnar eða á merkimiða sem er síðan settur á vörurnar. Til þess að strikamerkið virki á afgreiðslukössum verslana er mikilvægt að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.

Veldu réttan lit á strikamerkið

Skannar nota rautt ljós til að lesa strikamerki. Skanninn nemur skerpu milli dökku og ljósu línanna. Svartar línur á hvítum bakgrunni er auðveldast fyrir skanna að lesa, en aðrar litasamsetningar virka líka. Á myndinni hér að neðan má sjá mismunandi litasamsetningar sem skannar geta lesið, einnig litasamsetningar sem ætti að forðast að nota. Við mælum alltaf með því að prófa að skanna strikamerkið áður en farið er í fjöldaframleiðslu á umbúðum með strikamerkinu á.

Veldu rétta stærð fyrir strikamerkið

EAN strikamerki er hægt að prenta í mismunandi stærðum. Stærðin er reiknuð út frá því sem við köllum venjulega stærð (100%) og má stærðin vera allt frá 80% og upp í 200% af hinni venjulegu stærð (sjá mynd hér að neðan). Öll EAN strikamerki verða að hafa autt bil (ljósbil) báðu megin við strikamerkið sjálft svo hægt sé að skanna það. Mikilvægt er að hlutföllin á strikamerkinu haldi sér þó strikamerkið sjálft sé minnkað eða stækkað. Ef hæð strikamerkisins er minnkuð getur það haft áhrif á lesturinn á afgreiðslukössum. Hins vegar ef stærð vörunnar bíður ekki uppá að hafa strikamerkið í fullri stærð mælum við með að hæðin sé minnkuð frekar en breiddin.

Stregkoders størrelser


EAN-13 og EAN-8 strikmerkin
geta verið í mismunandi stærðum, frá 80% og upp í 200% af venjulegri stærð.

GS1-128 strikamerki geta verið allt að 165 mm að stærð og ráðlögð hæð er 32 mm.

Nánari upplýsingar um strikamerki er að finna í GS1 General Specification.

Veldu rétta staðsetningu fyrir strikamerkið á vörunni

Strikamerki sem er illa staðsett á vöru getur gert skönnun á afgreiðslukössum erfiða. Við mælum með því að:

  • Staðsetja strikamerkið milli 8 og 100 mm frá brún umbúða.
  • Staðsetja strikamerkið á sléttum fleti, ekki yfir horn, brúnir eða aðra óslétta fleti.
  • Hafa aðeins eitt strikamerki sýnilegt svo það sé auðvelt fyrir afgreiðslufólk að skanna rétt strikamerki.

GS1-128 kassamiða ætti að staðsetja á eftirfarandi hátt:

GS1-128 brettamiða ætti að staðsetja á eftirfarandi hátt:

Læs vejledning her

arrow-right-circle
Download PDF

Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.

Þarftu aðstoð?
511 3011
info@gs1.is

Leiðbeiningar fyrir staðsetningu EAN strikamerkja

Innihald

Nýjustu leiðbeiningar

|
6
 min
Grunnatriði SSCC (Serial Shipping Container Code)
Lærðu undirstöðuatriði þess að búa til SSCC auðkenni.
This is some text inside of a div block.
|
5
 min
Vigtarvörur með EAN-13 strikamerkjum
Leiðbeiningar um notkun EAN-13 strikamerkja fyrir vigtarvörur
This is some text inside of a div block.