Það er hægt að einfalda sér vinnuna við skráningu vara í GS1 Gagnalaug með að nota sniðmát (e. template) Dæmi um það þegar sniðmát getur einfaldað málin:
Einfaldast er að búa til sniðmát út frá vöru sem þegar hefur verið stofnuð í kerfinu.
Fyrsta skrefið er að finna vöruna sem við ætlum að búa til sniðmát úr, passa að velja rétta einingu vörunnar. Base Unit or Each ef við viljum grunneininguna.
Svo er hakað í vöruna vinstra megin → Smella á Template takkann → Velja New template from selected
Velja lýsandi nafn fyrir sniðmátið og smella svo á Create template niðri í hægra horni
Þá opnast eins viðmót og þegar vara er stofnuð. Hér þarf að velja hvaða attribute eiga að vera útfyllt í sniðmátinu. Öll attribute eru fyllt út á sama hátt og varan sem við bjuggum sniðmátið til úr, svo það þarf að eyða upplýsingum úr sniðmátinu þar sem við á.
Ef sniðmátið er fyrir sambærilegar vörur, t.d. með öðru innihaldsefni eða bragði þá er vissara að eyða út þeim ofnæmisvöldum sem gætu breyst milli útgáfa. Það er gert með því að smella á X hægra megin við hvern ofnæmisvald.
Við mælum með að farið er yfir allar upplýsingar sem eru inni í sniðmátinu til að engar upplýsingar gleymist inni. Oftast eru það eftirfarandi upplýsingar sem þarf að skoða sérstaklega og eyða:
Þegar öll attribute eru yfirfarin er sniðmátið vistað með að smella á Save niðri í vinstra horninu.
Svo þegar nota á sniðmátið til að búa til nýja vöru þarf einfaldlega að smella á New Item og velja New item from template. Í valmyndinni þar á eftir er rétt sniðmát valið.
Í valmyndinni þar á eftir er rétt sniðmát valið.
Þá er ný vara stofnuð með öllum þeim attributes útfylltum sem við skildum eftir í sniðmátinu. Þetta sparar bæði tíma og kemur í veg fyrir innsláttarvillur fyrir þær vörur sem eru líkar að stærð eða gerð.
Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.