The Global Language of Business
Vigtarvörur með EAN-13 strikamerkjum

Söluvörur geta borið tvenns konar strikjamerkjanúmer, GTIN stykkjavöru strikamerki og vigtarvöru strikamerki fyrir innanlandsnotkun.

Bæði strikamerkin eru af gerðinni EAN-13 en upplýsingarnar sem eru í strikamerkinu eru ólíkar.

Matvörur sem eru með fasta þyngd skal merkja með EAN-13 GTIN strikamerki (þessi hefðbundnu sem þið sjáið í búðinni).

Matvörur sem eru með breytilega þyngd skal merkja með EAN-13 vigtarvöru strikamerki.

Vörur með fasta vigt - stykkjavörur

Vörur með fasta vigt eiga að vera merktar með EAN-13 GTIN númeri (Global Trade Item Number) sem úthlutað er af GS1 Ísland.

GTIN númer eru alþjóðleg og hægt að nota frjálst milli landa ólíkt vigtarvörunúmerum sem eingöngu eru ætluð til innanlandsnoktunar.

GTIN númer innihalda lands- og fyrirtækjanúmer úthlutuðu af GS1 Ísland og tilvísun í vörunúmer viðkomandi fyrirtækis.

Dæmi 1

Hefðbundið EAN-13 stykkjavöru strikamerki

Vigtarvörumerkingar

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig á að merkja vörur sem seldar eru í breytilegri vigt hér á landi.

Matvörur sem eru framleiddar og seldar eftir breytilegri vigt skal merkja með EAN-13 strikamerki fyrir vigtarvörur. Í því strikamerki koma fram upplýsingar um þyngd vörunnar sem er grunnur fyrir söluverði hennar út frá verði fyrir hverja þyngareiningu.

Neytendur geta reiknað verðið út frá vigt sölueiningarinnar eða borið hana upp að strikamerkjalesara til að fá það uppgefið.

Útlhlutun vigtarvörunúmera GS1 Ísland gildir jafnt fyrir vigtar og verðmerkingar.

EAN-13 verð og vigtarnúmer eru eingöngu ætluð til innanlandsnotkunar.

Uppsetning vigtarvörumerkingar

Uppsetning EAN-13 vigtarvörunúmers

Dæmi 2

Vigtarvara frá framleiðanda nr. 123 (100 númera úthlutun)

Tilvísun í vörunúmer er 89 og vigt er 1250 grömm (N2 = 3) vartala er 4.

Vigtarvörunúmer nota EAN-13 strikamerkið með sérstakri númeraútfærslu.
Vigtarvörunúmer byrja alltaf á 2 en að öðru leiti er uppbygging þeirra skýrð í töflu 1 hér að ofan.

Verðmerkingar í strikamerki

Heimilt er í sértilfellum að verðmerkja matvörur t.d. ef vara er merkt innan verslunar.
Gildi N2 breytist þá og í stað upplýsinga um þyngd koma upplýsingar um verð í reiti N8 - N12.

Aðrar upplýsingar eru eins og í töflu 1.

Dæmi 3

Vigtarvara frá framleiðanda 6789
(10 númera úthlutun)

Tilvísun í vörunúmer 8 og verðið er 512 kr.
(N2=2)

Vartala er 0.

Læs vejledning her

arrow-right-circle
Download PDF

Har du stadig brug for hjælp? Så tag fat i GS1 Denmarks support team. Vi står altid klar til at hjælpe.

Þarftu aðstoð?
511 3011
info@gs1.is

Vigtarvörur með EAN-13 strikamerkjum

Innihald

Nýjustu leiðbeiningar

|
6
 min
Grunnatriði SSCC (Serial Shipping Container Code)
Lærðu undirstöðuatriði þess að búa til SSCC auðkenni.
This is some text inside of a div block.
|
5
 min
Vigtarvörur með EAN-13 strikamerkjum
Leiðbeiningar um notkun EAN-13 strikamerkja fyrir vigtarvörur
This is some text inside of a div block.