Leiðbeiningar við upptöku strikamerkja

Neðangreind 10 skref er allt sem þarf til að strikamerkja vörur. Lestu allan tíu liðina áður en þú hefst handa. Í mörgum tilfellum er tilvísun á ítarefni á vef GS1 global (http://www.gs1.org) þar sem hægt er að lesa sér enn betur til um einstök atriði. Einnig er að finna víðar hér á síðum GS1 upplýsingar sem að gagna geta komið.

 1. Sækja um fyrirtækjanúmer / auðkenni
 2. Afnot af númerum
 3. Val á prentunaraðferð

1. Sækja um fyrirtækjanúmer / auðkenni 

Áður en fyrirtæki geta hafið notkun á strikamerkjum þarf að ákveða hvaða upplýsingum á að koma á framfæri á strikamerkinu. Síðan er hægt að sækja um fyrirtækjanúmer eða GS1 auðkennis lykil (GS1 Identification Keys). Fyrsta skrefið er því að sækja um og fá leyfi til að nota GS1 auðkenni hjá GS1 Ísland á sérstöku umsóknarformi. GS1 auðkennislyklar eru notaðir af yfir milljón fyrirtækjum í dag og er grundvöllurinn að því að geta rakið á einkvæman hátt vörur í allri aðfangakeðju hennar.

2. Afnot af númerum

Eftir móttöku á GS1 auðkennislyklinum er hægt að hefjast handa við að merkja sjálfar vörurnar (vöru eða þjónustu) sem lögformlega einingu, staðsetningu, umbúðareiningu (logistic units), eign (asset), skilavöru (returnable asset, t.d. gámar, bretti eða kar) og þjónustu.
Aðgerðin er afar einföld. GS1 Ísland getur gefið þér upplýsingar um hversu mörg númer háð GS1 auðkenninu þú hefur rétt á að nota. Þannig getur þú útbúið númer með GS1 auðkenni þínu ásamt tilvísunum sem þú ákveður sjálfur.

3. Val á prentunaraðferð

Til að byrja með þarf að ákveða hvort strikamerkið á að innhalda fastar eða breytilega upplýsingar. Dæmi um fastar upplýsingar væri til dæmis vörunúmer (GTIN) á mjólkurfernu. Dæmi um breytilegar upplýsingar væri seríunúmer á framleiðslueiningu. Ef um er að ræða fastar upplýsingar á vöru í fjöldaframleiðslu er oftast best að láta prentsmiðju sjá um prentunina ýmist á límmiða eða á umbúðirnar sjálfar. Ef um minna magn er að ræða eða breytilegar upplýsingar þurfa að koma fram er oftast best að notast við geisla prentara eða sérstaka límmiðaprentara sem fást í mörgum útfærslum.

Vitneskja um hvernig þú hyggst prenta strikamerkin skiptir miklu máli til að ná góðum árangri í innleiðingu á strikamerkjum. Starfsmenn GS1 á Íslandi eru ávallt tilbúinn að aðstoða þig við að val heppilegust aðferðina.

4. Mat á skönnunarumhverfi

Kröfur sem gerðar eru til strikamerkja þ.e. stærð, staðsetning og gæði fara eftir því við hvaða aðstæður skönnun á sér stað.

Um er að ræða fjóra megin flokka:

 1. Vörur skannaðar við afgreiðslu í smásölu.
 2. Vörur skannaðar hjá dreifingaraðilum
 3. Vörur skannaðar bæði við afgreiðslu og hjá dreifingaraðilum
 4. Sérstöku umhverfi t.d. merkingar lækningatæka

Með því að vita hvar strikamerkið verður lesið er auðvelt að finna réttu skilgreiningarnar á hvernig þeir skuli útfærðir. Ef vara er til dæmis afgreidd í verslun (POS, point of sale) en líka hjá dreifingaraðilum þarf að nota EAN/UPC merki sem fullnægja POS en prentuð í stærra formati til að fullnægja skönnun hjá dreifingaraðilum í vöruhúsum. Auk þess sem hafa þarf í huga staðsetningu  merkisins með tilliti til vélræns lesturs.

Í skjalinu GS1 General Specifications er að finna frekari upplýsingar um skönnunarumhverfi sjá kafla 5.4 og staðsetning strikamerkja í kafla 6.0.

5. Val á tegund strikamerkja

Val á réttri tegund strikamerkis er mjög mikilvæg fyrir innleiðingu strikamerkinga, hér eru nokkrar ábendingar en margir aðrir þættir skipta máli

 • Strikamerki sem á að nota í smásölu byggja á EAN / UPC strikamerkjum
 • Þar sem strikamerki hafa breytilegar viðbótarupplýsingum eins og raðnúmerum, síðasta söludag eða þyngd er notast við GS1-128, GS1 DataBar (RSS) eða í sérstökum tilfellum GS1 DataMatrix merki.
 • Ef ætlunin er að prenta strikamerki með GTIN á bylgjupappa þá er ITF-14 líklega rétta valið fyrir þig.

Það eru fleiri möguleikar sem þarf að hafa í huga svo það er rétt að hafa samband við GS1 Ísland hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir þínar þarfir.

6. Val á stærð strikamerkja

Eftir að rétt strikamerki hefur verið valið ásamt hvaða upplýsingar það á að innihalda er komið að hönnun merkisins. Stærðin fer eftir tegund merkisins, hvar það verður notað og hvernig það verður prentað.

EAN/UPC strikamerki

EAN/UPC strikamerki eru ólík ITF-14 og GS1-128 merkjunum að því leyti að þau eru oftast lesin í smásölunni af fjölátta skönnum. Það hefur í för með sér að hlutfall milli hæðar og breiddar er  föst. Ef gerð er breyting á einni stærða þarf að gera samsvarandi breytingu á hinni víddinni.

Af þessum sökum er skilgreind sérstök grunn hæð og breidd fyrir EAN/UPC strikamerki.Grunnstærðirnar eru breidd <37,29mm> og hæð <25:91mm> Skilgreind eru leyfð frávik frá 80% upp í 200% frá grunnstærðum. Hægt er að lesa nánar um skilgreindar stærðir í „GS1 General Specification“, Section 5.1 og Appendix 7. Í ritum og leiðbeiningum er oft notað hugtakið stækkun (magnification factor)  um stærð strikamerkja. Á meðfylgjandi myndum má sjá minnstu leyfilegu stærðina, grunnstærðina og hámarks leyfilega stærð. Athugið að ekki er víst að vafrinn þinn skili stærðunum réttum á skjáinn hjá þér.

EAN/UPC Stækkun

Minnsta leyfilega stærð (80%)

Venjuleg stærð (100%)

Stærsta leyfilega stærð (200%)

Til þess að minnka umfang EAN/UPC strikamerkisins á umbúðum er oft reynt að minnka hæð þeirra.  Þessi aðgerð er ekki leyfilegt og skal forðast vegna þess að fjölátta skannar gætu átt í erfiðleikum með að greina merkin. Sjá frekari upplýsingar í GS1 General Specifications, Section 6.3.3.4 eða hafðu samband við GS1 Ísland.

ITF-14 og GS1-128 Strikamerki

ITF-14 og GS1-128 Strikamerkin hafa einnig skilgreindar stærðir.  Stærð ITF-14 og GS1-128 Strikamerkjanna eru oft skilgreind út frá svokallaðri X-vídd (X-Dimension) í stað „stækkun“ merkjanna. Frekari upplýsingar um stærðir ITF-14 og GS1-128 háð notkun má sjá í GS1 General Specifications, Section 5.4.2.

Mikilvæg atriði við prentun

Eitt aðalatriðið við prentun strikamerkja eru möguleikar eða geta prentmiðilsins til að skila réttum hlutföllum, stækkun og réttri vídd (Bar Width Reduction, BWR). Prentaðilar ættu að geta gefið út strikamerkja „stækkun“ (magnification) og BWR sem þær ráða við til að tryggja endurtekin gæði í framleiðslu sinni.

Á Íslandi eru margir aðilar sem sérhæfa sig í prentun strikamerkja og hafa yfir að ráða fullkominn prenttækni til að leysa þarfir flestra. Komi upp spurningar er ávallt velkomið að hafa samband við GS1 Ísland varðandi leiðsögn og ráðleggingar.

7. Formun texta

Textinn undir strikamerkinu er ekki síður mikilvægur en strikamerkið sjálft. Ef merkið hefur orðið fyrir hnjaski, er af öðrum ástæðum ólæsilegt eða er jafnvel af lélegum gæðum frá upphafi er textinn notaður sem varaleið. Smelltu hér til að sjá nokkur dæmi um form texta.

Þarf lesanlegi hluti að vera af einhverri sérstakri stærð?

Upphaflega var OCR-B skilgreind sem formið sem nota ætti með  EAN/UPC strikamerkjum. Nú eru ekki gerðar neinar kröfur um annað en að textinn sé vel læsilegur. Frekari upplýsingar um texta með EAN/UPC Strikamerkjum má finna í GS1 General Specifications Section 5.1, Appendix 6.

Lesanlegur texti við ITF-14 og GS1-128 strikamerki skal vera vel læsilegt og í hlutfalli við merkið sjálft sjá GS1 General Specifications Section 5.2.1.6 (ITF-14) and Section 5.3.7.4 (GS1-128) 

Á lesanlegi hlutinn að vera fyrir ofan eða neðan merkið?

Það er háð strikamerkinu sem er notað. Fyrir EAN/UPC skal miða við myndir sjá GS1 General Specifications Section 5.1, Appendix 6 en fyrir  ITF-14 og GS1-128 strikamerki má textinn bæði vera fyrir ofan og neðan merkið sjá  GS1 General Specifications Section 5.2.1.6 (ITF-14) og Section 5.3.7.4 (GS1-128) .

Er staðsetning texta undir strikamerjum mikilvægur?

Já, fyrir EAN/UPC strikamerki skal lesanlegi textinn vera staðsettur á sama hátt og sýnt er í myndunum hér að ofan. Bil í lesanlegum texti í ITF-14 og GS1-128 strikamerkjum er notaður til að auðvelda lestur textans. Bil á alls ekki að setja í GS1 strikamerkin sjálf.

Er sviginn utanum „Fortákn“ (Application identifiers) (AI) nauðsynlegur og eru þeir settir inn í strikamerkið sjálft?

Fortákn eiga að vera í sviga í lesanlega textanum en svigarnir eiga ekki að vera í strikamerkinu sjálfu sjá GS1 General Specifications Section 5.3.7.4.

Hversu marga stafi á að skrifa undir EAN/UPC strikamerkin í lesanlega hlutanum?

Undir UPC-A á alltaf að skrifa nákvæmlega 12 stafi.
Undir EAN-13 á alltaf að skrifa nákvæmlega 13 stafi.

8. Val á lit strikamerkja og bakgrunni

Besta litasamsetningin fyrir strikamerki er svartir stafir á hvítan bakgrunn. Ef þörf er á öðrum litum er rétta að hafa eftirfarandi í huga.

 • GS1 strikamerki gera kröfur um dökka liti á strikum ( þ.e. svört, dökk blá, dökk brún eða dökk græn).
 • Öll strikin ættu að vera í sama lit og án dýptar og skugga.
 • GS1 strikamerki þurfa að hafa ljósan bakgrunn fyrir ljósbil og bil (hvítt).
 • Auk ljóss bakgrunns er leyfilegt að nota rauðann lit og ýmsa rauðtónaða liti (appelsínugula, bleika og ljós gula. Þetta er vel skiljanlegt þegar það er haft í huga að flestir strikamerkjalesara nota rautt ljós til að lesa strikamerkin og sjá því bara dökku strikamerkin en ekki rauða litinn. Af sömu ástæður er rauður litur afleitur í strikunum sjálfum. 
 • Í sumum tilfellum eru strikamerkin ekki prentuð heldur bakgrunnurinn. Er þá notast við undirlagið sem strikamerki. Passa verður að bakgrunnurinn sé prentaður með skýrum gegnheilum (solid) strikum.
 • Ef prentað er með mörgum lögum af bleki til að fá betri/ógegnsæja prentun skal nota gegnheila prentun (solid printing)  
 • Ef notast er við „fine screen“ prentun til að auka dreifingu á viðfangið skal tryggja að ekki séu göt í prentuninni sem gætu gert lesaranum erfitt fyrir.

Til að ná sem bestum árangri er ávallt öruggast að nota svört strik á hvítan bakgrunn, aðrir litir eru leyfilegir en árangurinn er ekki jafn góður. Best er að ráðfæra sig við aðila sem hafa reynslu af strikamerkjum þar sem mistök geta valdið tjóni á vörumerkinu og óánægju viðskiptavina.

9. Val á staðsetningu 

Þegar rætt er um staðsetning strikamerkja er átt við hvar á vörunni merkið er sett. Það þarf því að hafa í huga hvernig pakka á vörunni. Hafa skal í huga að merkið verði ekki falið eða hætta sé á krumpum eða skemmdum (á kanti, fyrir horn, undir fellingum, undir loki eða undir öðru lagi að pakkningum) Sjá má frekari upplýsingar um góða staðsetningu strikamerkja í  GS1 General Specifications í eftirfarandi köflum:

 • Logistics Label Design, Section 2.2.4.4
 • General Placement Principles, Section 6.2
 • General Placement Guidelines for the Retail Point of Sale, Section 6.3
 • Placement Guidelines for Specific Package Types, Section 6.4
 • Symbol Placement for Clothing and Fashion Accessories, Section 6.5
 • General Format Guidelines for Clothing and Fashion Accessories Labels, Section 6.6
 • General Placement Guidelines for Symbol Placement on Items used in Distribution, Section 6.7

Eftir að staðsetning hefur verið valin skal hafa samband við prentsmiðju um hvernig best er að snúa strikamerkinu við prentun. Þetta þarf að gera vegna þess að ekki er alltaf hægt að prenta í hvaða átt sem er á tiltekna hluti.

Hafa skal sérstaklega í huga að ekki teygist á efninu sem prentað er á þannig að hlutföll eða stærðir strikamerkisins fari ekki úr skorðum. Þegar prentað er á sívalan hlut verður árangur bestur með lóðréttri  prentun á hlutinn þ.e. þvert á sívalninginn (stigaformið).

Ávallt skal hafa í huga að bestur árangur næst með skýrum hreinum strikum á sléttu undirlagi. Það getur því verið erfitt að fá hrein strik þegar prentað beint t.d. á tau eða gróft undirlag.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá GS1 Ísland.

10. Gæðaáætlun fyrir strikamerki

ISO/IEC 15416 Bar Code Print Quality Test Specifications for Linear Symbols lýsir aðferð til að meta gæði strikamerkja eftir prentun. ISO grundaður lestur af strikamerkinu les merkið  á sama hátt og venjulegur skanni en gengur lengra með því að leggja mat á gæði merkisins.

GS1 notfærir sér ISO/IEC aðferðafræði og gefur út lágmarkskröfur fyrir hverja tegund af strikamerki, hvar það er notað og hvaða upplýsingar það hefur að geyma. Auk þess gefur GS1 út skilgreiningu á ljósopi og bylgjulengd skannans sem nota skal.

Sjá frekari upplýsingar í GS1 General Specifications Section 5.4.2.8 um gæðakröfur fyrir einstök strikamerki háð tegund, staðsetningu og innihaldi.

GS1 Ísland getur aðstoðað við mat á gæðum strikamerkja.